Error message

Fataskápar

Prenta

 

Lýsing:


ALSANIT-fataskápar eru alltaf góður valkostur, sama hvaða efni er notað. Myndskreytingar eru í boði óháð því úr hvaða efnum skáparnir eru. 

HPL-plötur eru háþróað efni sem býr yfir fjölbreyttum kostum – það er vatnshelt, rispast ekki og endist mjög vel. Fataskápar úr HPL-efni eru góð fjárfesting – fullkomið val í rými þar sem margir fara um. Skáparnir okkar eru endingargóðir og fallegir – 10 mm þykkar plötur gefa þeim létta ásýnd og origami-yfirbragð.
 
Málmskápar með glerhurðum eru sérstaklega ætlaðir í lúxusaðstöðu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks áferð og vandvirkni allt niður í minnstu smáatriði. Skáparnir okkar eru eingöngu búnir hertu gleri sem er bæði sterkara og öruggara.
 
Málmskápar með framhlið úr HPL-efni eru samsett lausn sem sameinar kosti tveggja efna. Málmskápar með HPL-hurðum gera okkur kleift að nýta kosti HPL-efnis á þeim svæðum þar sem skemmda er helst að vænta með lítilli þyngd og lágum kostnaði málmsins. 
 
Málmskápar með framhlið úr spónaplötum eru fullkomin lausn fyrir viðskiptavini sem eru að leita að fallegum lausnum á hagstæðu verði. 
 
Skápar úr spónaplötum eru svo ódýrasti valkosturinn. Í þeim sameinast tryggð gæði ALSANIT-vara og ódýrar lausnir sem tryggja hagstæða fjárfestingu. Fjölbreytt úrval lita og lágur efniskostnaður gerir þessa skápa að fyrirtaks valkosti fyrir viðskiptavini sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Notkunarmöguleikar skápanna:


   • búningsklefar í íþróttahúsum,
   • líkamsræktarstöðvar,
   • opinberar stofnanir: lögregluembætti, skólar, sjúkrahús
   • vinnustaðir.

 

Aukahlutir:

• myndskreytingar á hurðir,
• sérsniðin stærð,
• hillur, fatakrókar,
• tölusetning með leturgreftri, plötum eða límmiðum,
• margar gerðir lása fáanlegar, auk samþættingar við rafræn þjónustukerfi viðskiptavina. 

 

TAURUS-fataskápur


- 100 % HPL,
- 300 mm eða 400 mm að breidd,
- rétthyrndar VELA- eða „L-laga“ LIBRA-hurðir,
- loftræstur kassi,
- með fótum, á bekk eða undirstöðum,
- mikið úrval lása.

Fara á vörusíðua

 

URSA-fataskápur


- búinn til úr LPB-efni (plasthúðuðum spónaplötum), hægt að velja háglans á hurðir,
- 300 mm eða 400 mm að breidd,
- rétthyrndar VELA-hurðir,
- loftræstur kassi,
- með fótum, á bekk eða undirstöðum,
- mikið úrval lása.

Fara á vörusíðua

a

 

LACERTA-fataskápur


- kassi úr málmi, hurð úr gleri,
- 300 mm eða 400 mm að breidd,
- rétthyrndar VELA- eða „L-laga“ LIBRA-hurðir
- loftræstur kassi,
- með fótum, á bekk eða undirstöðum,
- mikið úrval lása.

Fara á vörusíðua

 

CANIS-fataskápur


- kassi úr málmi, hurð úr HPL-efni,
- 300 mm eða 400 mm að breidd,
- rétthyrndar VELA- eða „L-laga“ LIBRA-hurðir,
- loftræstur kassi,
- oftræstur kassi
- með fótum, á bekk eða undirstöðum,
- mikið úrval lása.

Fara á vörusíðu

 

MUSCA-fataskápur


- kassi úr málmi, hurð úr LPB-efni (plasthúðuðum spónaplötum),
- 300 mm eða 400 mm að breidd,
- rétthyrndar VELA-hurðir,
- loftræstur kassi,
- með fótum, á bekk eða undirstöðum,
- mikið úrval lása.

Fara á vörusíðua