Error message

UM OKKUR

Prenta

ALSANIT. Við lögum okkur að þínu rými.

ALSANIT var stofnað árið 2004 Rekstur fyrirtækisins hefur þróast stöðugt í takti við hvert nýtt verkefni, tækniframfarir og aukið framboð vara og þjónustu. Við sérhæfum okkur í innréttingum í hreinlætisaðstöðu og veitum viðskiptavinum okkar stuðning og ráðgjöf frá upphafi til enda. Við tryggjum framþróun í rekstri okkar með því að leggja áherslu á að ráða reynda sérfræðinga um leið og við fjárfestum í yngra starfsfólki. Þessi blanda hæfs og kraftmikils starfsfólks gerir okkur kleift að útvíkka starfsemi okkar og takast á við nýjar áskoranir.


ÁHERSLUR OKKAR:


hæfni
– við búum yfir þekkingu og reynslu og vitum hvað gera þarf til að uppfylla markmið viðskiptavina okkar.

sköpun– við bjóðum upp á sérsniðna nálgun fyrir hvern og einn viðskiptavin. Auk þess leggjum við áherslu á að veita viðskiptavinum okkar hagstæðustu tilboðin hverju sinni.

skipulag – við leggjum áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini og strangt eftirlit með framleiðsluferlum.

samvinna – við leggjum mikla áherslu á samvinnu hjá starfsfólki okkar og samvinnu við birgja og viðskiptavini.

áreiðanleikit – við leggjum metnað okkar í að afhenda á réttum tíma, tryggja vörugæði og veita góða þjónustu við viðskiptavini.