Baðherbergisklefar

Veldu samsetningu fyrir baðherbergisklefa. Samsetningarnar eru þróaðar út frá reynslu okkar og henta fyrir ólík rými.

Fataskápar

Samsetningar af slitsterkum og endingargóðum fata- og öryggisskápum. Alltaf sömu gæði, óháð uppsetningu.

Skápar úr HPL-harðplastplötum

Ýmsir valmöguleikar fyrir sturtur: Allt frá minni skilrúmum til skiptiklefa með hurðum. Vaskaskápar úr HPL-harðplasti og aðrar vörur. Mikill sveigjanleiki eftir þörfum hvers verks fyrir sig.

Uppgötvaðu tilboð á alhliða búnaði fyrir skápskápa og baðherbergi.

Sjá meira

Fyrir skóla og leikskóla

Sundlaugarskápar, búningsklefar og skálar útbúnir fyrir erfiðustu aðstæður.

Sjá meira

Sundlaugar

Stærsta tilboð á efnum og aðstoð við að koma fyrir fataherbergi og baðherbergjum.

Sjá meira

FYRIR LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR OG ÍÞRÓTTAAÐSTÖÐU

Glæsilegar vörur fyrir glæsilegar innréttingar, fullbúin búningsklefa og salerni.

Sjá meira

Fyrir hótel

Þægindi í samvinnu við einn birgi félagslegs herbergisbúnaðar

Sjá meira

Fyrir fyrirtæki og iðnað

Skápar og skálar falla fullkomlega að nútíma þróun.

Sjá meira

Skrifstofubúnaður

Viðskiptavinir okkar

Aðeins það besta

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Vörumerki

þjónusta

vöruúrval

Alsanit - faglegar lausnir fyrir salernisrými

ALSANIT er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu salernisklefa og búningaskápa. Í vöruúrvali okkar er allar nauðsynlegar innréttingar fyrir salerni að finna, sér í lagi fyrir almenningssalerni, salerni hótela og skrifstofa. Í vöruúrvali okkar er að finna fjölmargar samsetningar þróaðar af hönnuðum okkar.Framleiðsla ALSANIT-klefa og -skápa er afrakstur áralangrar reynslu fyrirtækisins í iðnaðinum og í náinni samvinnu við viðskiptavini. Við erum eina fyrirtækið í Póllandi sem framleiðir fullbúnar innréttingar auk fylgihluta og festinga. Slíkt tryggir bestu gæðin og mikinn sveigjanleika.

Samsetningar baðherbergisklefa sérsniðnar að þörfum þínum

Baðherbergisklefar eru ólíkar samsetningar salernisklefa búnar einstökum lausnum sem eru lagaðar að þörfum viðskiptavina okkar. Vöruúrval okkar felur í sér slitsterkabaðherbergisklefa með nýtískulegri hönnun eða skilrúmum fyrir salerni á hagstæðu verði. Viðskiptavinir geta valið salernisklefa sem eru smíðaðir úr HPL-harðplastplötum eða melamínplötum. Við bjóðum einnig upp á klefa úr pressuðum plötum og fyrsta flokks gleri.

Við bjóðum einnig sérsmíðaða baðherbergisklefa fyrir leikskóla og aðra barnaskóla Klefar fyrir leikskóla eru búnir einkaleyfavörðum og afar öruggum dyraopnurum. Við köllum slíkan búnað „örugga fingur“ en hann kemur í veg fyrir að fingur klemmist á milli lamanna og hurðarkarmanna. Við bjóðum einnig salernisklefa með vængjahurðum og salernisklefa fyrir leikskóla með háum súlum. Allar samsetningar salernisklefa fyrir salerni í skólum eru í senn endingargóðar og hagkvæmar.

Fataskápar, skápar fyrir búningsklefa, skápar fyrir þig

Hentugir fataskápar af ólíkum gerðum með mismunandi áferð eru dæmi um einstakar og vinsælar innréttingar í vöruúrvali okkar. ALSANIT býður upp á meira úrval smíðaefna fyrir skápa búningsklefaen aðrir framleiðendur. Við bjóðum skápa fyrir starfsfólk úr HPL-harðplastplötum og melamínplötum, úr málmi eða samsetningu þessara efna. Vörur okkar henta því fyrir alla hugsanlega aðstöðu. Fjölbreytni, reynsla og nýsköpun eru mikilvægir eiginleikar sem ALSANIT býr yfir. Fyrirtækið veitir bæði ráðgjöf og hannar einstakar innréttingar fyrir viðskiptavini sína úr bestu smíðaefnum sem völ er á.

Vörur okkar eru sérsmíðaðar eftir ætlaðri notkun. Skápar fyrir starfsfólk verða t.d. að uppfylla kröfur um vinnuvernd og veita gott aðgengi til geymslu á fatnaði og öðrum búnaði. Hins vegar verður hönnunskápa fyrir skrifstofur að miðast við samskipti.Öryggisskápar eru minni og sérstaklega ætlaðir til að koma upplýsingum til skila á skjótan hátt. Við bjóðum einnigskápa fyrir líkamsræktarstöðvar , í mörgum litum. Slíka skápa má skreyta með eigin grafík eða öðrum sérhönnuðum merkingum. Skápar fyrir skóla og aðrar menntastofnanir eru afar endingargóðir og öryggir í notkun, jafnvel fyrir mjög unga nemendur.Skápar úr málmi eða framhliðum úr HPL-harðplasti fyrir skóla eru endingargóðir og notendavænir. Einnig er hægt að sérhanna skápana og bæta við grafík að eigin vali.

Við bjóðum einnig skápa úr HPL-harðplasti fyrir sundlaugar, þar á meðal hentuga L-laga skápa eða skápa með rétthyrndum hurðum. Nota má læsingar og aðgangskerfi af öllum toga í skápunum okkar. Við bjóðum einnig geymsluskápa, öryggisskápa og jafnvel skápa fyrir slökkvilið.

Innréttingar fyrir starfsmannaaðstöðu af ólíkum toga

Við bjóðum upp á heildstæða búningsklefa fyrir íþrótta- og tómstundaaðstöðu eða vinnustaði. Vörulínan okkar inniheldur m.a.vaskaskápa, sturtuskilrúmog skiptiklefa. Við sérhönnum lausnir, þ.m.t. opna skiptiklefa fyrir sundlaugar til að stjórna umferð um sundlaugar á fullnægjandi hátt. Vörulínan okkar inniheldur áðurnefnda fataskápa úr HPL-harðplasti. Slíkir skápar henta afar vel til að geyma hluti á meðan æft er í líkamsræktarstöðvum eða þegar farið er í sundlaugina. Við bjóðum einnig notendavæna salernisklefa sem tryggja bæði þægindi og næði notenda.

Önnur vörulína í vöruúrvali Alsanit erusturtuklefar.. Slíkir sturtuklefar eru notaðir í íþróttaaðstöðu af öllum gerðum þar sem notendur verða að geta þvegið sér eftir æfingar. Sturturnar eru aðskildar með klefaveggjum sem tryggja bæði þægilega aðstöðu og næði við böðun.

Frekari upplýsingar um mál salernisklefanna, , mál salernisklefanna, skilrúm úr slitsterku HPL-harðplasti , sem hrindir frá sér raka og öðrum efnum sem er að finna á salernissvæðum.

EFTIRFARANDI AÐILAR MÆLA MEÐ OKKUR:

GREEN CORNER SKANSKA

„Við völdum Alsanit vegna þess að fyrirtækið gerði okkur gott tilboð. Vörurnar voru framleiddar, afhentar og settar saman á réttum tíma og á réttan hátt“

að sögn Wojciech Sokalskis verkstjóra

ALEJA Bielany-verslunarmiðstöðin

„Eftir reynsluna af þessu verkefni getum við hiklaust mælt með fyrirtækinu við aðra verktaka og verkkaupa sem ætla að ljúka við svipuð verkefni“

að sögn Arturs Szarwiłos tæknistjóra

VOLKSWAGEN-VERKSMIÐJA

„Þrátt fyrir þröngan tímaramma var lokið við uppsetninguna í tíma og á fullnægjandi hátt. Við mælum eindregið með ALSANIT sem samtarfsaðila“

að sögn Bogusławs Rudzińskis, stjórnarformanns hjá BPBP

FALCON ARENA

„ALSANIT er traustur og áreiðanlegur samstarfsaðili með víðtæka þekkingu á byggingariðnaðinum, hæft starfsfólk og fullnægjandi tæknigetu til að sinna verkefnum sem fyrirtækinu eru falin. Allar framkvæmdir voru unnar á skilvirkan hátt og af mikilli kostgæfni“

að sögn Lukas Radivilavicus framkvæmdarstjóra nSoft

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SKRIFSTOFU FORSETA LÝÐVELDISINS PÓLLANDS

„Sala og afhending skápanna var áreiðanleg og á réttum tíma og fyrirtækið vann störf sín vel og vandlega.“

Krzysztof Wojdak, yfirmaður þjónustumiðstöðvar skrifstofu forseta lýðveldisins Póllands

TÆKNIHÁSKÓLINN Í BIAŁYSTOK

„Okkur finnst ALSANIT hafa sýnt afar mikla fagmennsku sem traustur samstarfsaðili og fyrirtækið á hrós skilið fyrir úrvalsvörur og þjónustu“

að sögn Mariusz Szymańskis verkefnastjóra W. AWRUK

Sköpum rými saman

Skuldbinding ALSANIT

Við teljum það skyldu okkar að veita bestu lausnir í aðbúnaði fyrir búningsklefa og salerni. Vörur okkar standast hæstu kröfur hvað varðar notagildi, slitþol og hönnun.

Hjá okkur færðu að velja úr viðamiklu úrvali af lausnum og getur verið fullviss um vönduð vinnubrögð. Við miðlum af þekkingu okkar og veitum tæknilega aðstoð til að viðskiptavinir okkar verði ánægðir með verkin sem við vinnum. Við viljum gjarnan ræða tækni okkar við viðskiptavini okkar og hverju við getum áorkað í sameiningu.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar ef þig vantar aðstoð. Við bjóðum einnig upp á þjónustu fyrir arkítekta.

CAD-söfn

box archispace1Við viljum bjóða þér aðgang að bestu söfnum sem völ er á. Þess vegna höfum við þróað og deilt vörusöfnum á Archispace-verkvanginum. Þar er bæði hægt að búa til tvívíða hönnun og þrívíddarhönnun.

Markmið okkar er að þjónusta okkar nýtist þér sem best. Við viljum einnig biðja þig um að tilkynna okkur um vandamál við notkun á myndasafni okkar á ALSANIT@ALSANIT.PL til að hægt sé að lagfæra slíkt strax.

 

Myndskeið um okkur

Myndskeið um okkur

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ OG SJÁÐU HVAÐ VIÐ HÖFUM UPP Á AÐ BJÓÐA

HVERNIG STÖRFUM VIÐ?

Við sinnum 2000 einstökum verkefnum á hverju ári með réttu skipulagi og háþróuðum tæknibúnaði. Alsanit var stofnað í því augnamiði að skapa þægilegar, öruggar og umfram allt háþróaðar lausnir fyrir opinberar þjónustustofnanir með virkri þátttöku og hugmyndavinnu. Fyrirtækið varð fyrir vikið eitt vinsælasta fyrirtækið innan iðnaðarins. Við hugum vel að gæðum og notagildi varanna okkar. Við bjóðum upp á fjölda einkaleyfisvarðra lausna, háþróaða framleiðsluaðstöðu og vottorð sem staðfesta mikil gæði vara okkar. Við viljum læra af mistökum okkar og reynum að bæta okkur á hverjum degi.

Nýstárlegar lausnir sem eru vinsælar um alla Evrópu

Nýstárlegar lausnir eins og einkaleyfisvarða kerfið „öruggir fingur“ sem við m.a. notum í baðherbergisklefum og skápum fyrir skóla. Við framleiðum ekki aðeins fullbúnar vörur heldur einnigfestingar, þ. á m.: Lása , lamir og aðra aukahluti. Slíkt gefur okkur einstakt tækifæri til að laga vörurnar að þörfum viðskiptavina okkar í hverju rými fyrir sig.

Okkar markmið er að hanna nýjar lausnir af fagmennsku og með mikla hagnýtni í huga. Ósk okkar er að notendum líki vel við vörurnar okkar og að þær nýtist á áreiðanlegan hátt í mörg ár. Við erum eina fyrirtækið í okkar geira sem sér um vörudreifingu innan 10 markaða Evrópu, þ.m.t. á fjarlægum mörkuðum eins og Íslandi og Írlandi.

Stöðugt eftirlit með framleiðsluferlinu

Við framkvæmum reglubundnar gæðaprófanir til að kanna styrkleika og veikleika framleiðsluvara okkar. Allar framleiðsluvörur okkar gangast undir strangar prófanir og því erum við fullviss um notagildi salernisklefa, fataskápa og annarra vara fyrir viðskiptavini okkar. Við erum í stöðugri þróun og fylgjumst vel með straumum og stefnum innan iðnaðarins. Þannig getum við brugðist hratt við breyttum þörfum.

Gæði vörunnar sem boðið er upp á er sömuleiðis staðfest með viðurkenningum og vottorðum sem staðfesta að farið sé að æðstu stöðlum og kröfum. Laminated og HPL borð búðir okkar hafa CE vottun, sem er ESB merking á vörum með miklu öryggi fyrir notandann. Það er mikilvægt að fá fyrirtæki í Póllandi geti státað af vörum sem uppfylla svo strangar kröfur.

Við miðlum af reynslu okkar og aðstoðum við hönnunina

Við nýtum 15 ára reynslu okkar af framleiðslu við vöruhönnun. Í gegnum árin höfum við sinnt afar fjölbreyttum verkefnum, þ.m.t. verkefnum sem hafa kallað á nýstárlegar lausnir. Við framleiðum salernisklefa, veggfestar samsetningar (bæði salernis- og sturtuklefa), fataskápa og sturtusamsetningar sem uppfylla kröfur um vinnuvernd með sérsniðinni áferð og ýmsum litum sem henta í minni og stærri rými af mismunandi lögun. Við notum frumlegar lausnir við hönnunina til að skapa enn meiri þægindi fyrir notendur.

Hjá okkur starfa ungir og hæfileikaríkir hönnuðir sem búa til tölvumyndir í þrívídd af hönnun rýmisins áður en vinna hefst.

Veldu vörur frá ALSANIT

Alsanit er framleiðandi sem reynir að hafa áhrif á hugmyndir okkar um nytsamleg húsgögn. Við viljum ekki feta sömu leið og aðrir - við viljum skapa vörumerki sem sker sig úr. Við beitum þessari nálgun við að innréttta áhugaverð og óhefðbundin rými í opinberum byggingum og á öðrum stöðum. Skoðaðu vörulínuna okkar og veldu bestu lausnirnar á markaðnum. Hringdu í þjónustufulltrúa okkar eða sendu okkur skilaboð með því að nota eyðublaðið á vefsvæðinu okkar.

Láttu okkur hjálpa þér að ljúka verkinu og njóttu góðs af samstarfi við afar hæft starfsfólk.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.