Fyrir fyrirtæki og iðnað

Vel hannaðar vörur eru bæði endingargóðar og fallegar. Slíkt kemur best fram í iðnaðarstílnum. ALSANIT-vörurnar passa vel við slíkan stíl og bjóða heildstæða lausn fyrir baðherbergi fyrirtækisins og búningsklefa starfsfólks.

ALSANIT-skápar henta starfsfólki í framleiðslustörfum og eru ekki aðeins hefðbundnir málmskápar heldur eru þeir úr málmgrind og hurðum úr málmi, HPL-harðplasti eða spónaplötum. Hönnunin er einingaskipt og því er hægt að breyta skápunum, jafnvel eftir afhendingu og lengja endingartíma þeirra umtalsvert. Hægt er að kaupa samsetningar skápa sem eru samþykktir af vinnuverndarlöggjöf og síðan breyta þeim í öryggisskápa eða geymsluskápa eftir þörfum.

ALSANIT býður ekki einungis fataskápa fyrir búningsklefa heldur einnig heildstæðar innréttingar fyrir baðherbergi fyrirtækja. ALSANIT nýtist til að innrétta aðstöðu starfsfólksins með salernisklefum, vaskaskápum, sturtuklefum og skilrúmum fyrir þvagskálar. Hægt er að nota HPL-harðplastplötur í rými þar sem klefarnir eru útsettir fyrir miklum raka. Við mælum með ódýrum og endingargóðum spónaplötum í rýmum þar sem rakinn fer ekki yfir 60%. Fjárfesting í salernisklefum frá ALSANIT er endingardrjúg fjárfesting til margra ára.

Verð á skápum fyrir búningsklefa fer eftir rýminu hverju sinni. Nauðsynlegt er að búa til þrívíddarmynd af rýminu, vegna þess að rétt stærðarhlutföll fylgihlutanna, skápanna og rýmisins skipta sköpum. Verð á salernisklefa fer eftir stærð rýmisins. Klefarnir eru ávallt sérsmíðaðir til að passa fullkomlega í rýmið. Sendu okkur fyrirspurn og ljúktu framkvæmdunum í samstarfi við ALSANIT.

Solari

SOLARI-baðherbergisklefarnir sameina langan endingartíma, fallega áferð festinga úr áli-pólýamíði og afar hagstætt verð. Þetta er vinsæl samsetning salernisklefa vegna fjölbreyttra tækifæra við notkun og eru úr melamínplötum, HPL-harðplastplötum eða pressuðum plötum. Veggfestir klefar einkennast af látlausri hönnun, fyrsta flokks handbragði og miklu litaúrvali.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

LPW HPL SANDWICH
18mm 10mm 36mm
28mm 12mm  

Persei

ALSANIT hannar og framleiðir festingar fyrir PERSEI-salernisklefana sem gefa þeim fyrst og fremst fágað útlit. Burstað, ryðfrítt stál gefur fágað útlit og er helsta einkenni PERSEI-salernisklefanna. Klefarnir einkennast einnig af látlausri áferð veggjanna, af breiðu litaúrvali og að klefinn nái frá gólfi upp í loft til að nýta alla hæð rýmisins.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

LPW HPL SANDWICH
18mm 10mm 36mm
28mm 12mm 40mm

Aquari

Ný hönnun salernisklefa er staðreynd og kemur bersýnilega í ljós í AQUARI-salernisklefunum. Þeir eru búnir öryggiskerfi fyrir litla fingur og hafa sígildan, fágaðan stíl og einfaldar línur. Einstakir eiginleikar klefanna eru m.a. álfestingar, viðhaldsfrí notkun og vörn gegn skemmdarverkum.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HARÐPLASTPLÖTL PRESSUÐ PLATA
18mm 10mm       -
   - 12mm       -

SKILRÚM Á MILLI ÞVAGSKÁLA

Skilrúm á milli þvagskála henta vel á öll salerni fyrir karlmenn. Skilrúm okkar fyrir þvagskálar eru veggfest. Horn samsetninga úr HPL-harðplasti eru rúnnuð en í samsetningunum lögðum spónaplötum eru hornin með 90 gráðna skábrúnum.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HPL HARÐPLASTPLÖTUR
18mm 10mm     -
28mm 12mm     -

TAURUS

Notkun HPL-harðplasts í fataskápa hefur gert gæfumuninn. TAURUS-skáparnir eru smíðaðir úr HPL-harðplasti, eru afar slitsterkir, auðvelt að halda við og sérhannaðar án aukagjalds.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
HARÐPLASTPLÖTUR 4mm 10mm 10/12mm
       

CANIS

Við trúum því að CANIS-skáparnir séu besta slíka lausnin í heiminum. Einingaskipt hönnun málmgrindanna býður upp á ótakmarkaða valmöguleika við innanhússhönnun og hurðirnar úr HPL-harðplasti auka endingartímann og bæta útlitið.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
HARÐPLASTPLÖTU    -    - 10/12mm
STÁL 0,7mm 0,7mm     -

Musca

MUSCA-skápar eru fyrir viðskiptavini sem leita eftir bæði fallegum og ódýrum lausnum. Einingaskipt hönnun gerir kleift að breyta skápunum, jafnvel eftir afhendingu, sem lengir verulega endingartíma þeirra.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
MELAMÍNPLÖTUR    -    - 18mm
STÁL 0,7mm 0,7mm     -

URSA

URSA-skáparnir eru glæsilegir og hafa yfir sér skandinavískt yfirbragð. Þetta eru mjög vinsælir skápar úr viðarspæni sem henta til notkunar á skrifstofum og íþróttaðstöðu

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLIÐ GRIND HURÐ
MELAMÍNPLÖTUR 18mm 18mm 18mm
       

COMMERCE

Lína COMMERCE eru ódýrir skápar gerðir alveg úr málm. Þetta eru fjölnota húsgögn sem eru hannað til að geyma hluti örugglega í skólum, vinnustöðum eða íþróttamannvirkjum. 

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

  BAKHLUTI BÚKUR HURÐIR
GALVANÍSERAÐ STÁL 0,65 mm 0,65 mm 0,65 mm

T- eða F-laga skilrúm

L- eða T-laga sturtuskilrúm úr HPL-harðplasti til að skilja að blaut/þurr svæði. Þannig er hægt að skipta niður klefa ásamt skiptiklefa.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

HARÐPLASTPLÖTUR
10mm
12mm

STURTUR MEÐ HURÐUM

Sturtuklefar ásamt hurðum með fágaða og stílhreina hönnun. Neðri skáparnir veita afar góða loftun og slárnar henta vel til að hengja föt eða handklæði.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

HARÐPLASTPLÖTU
10mm
12mm

Vaskaskápar

Vaskaskápar eru nauðsynlegir í hvert baðherbergi með handlaugum. Allir vaskaskápar eru framleiddir úr sérhönnuðum HPL-harðplastplötum til slíkrar notkunar.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

HARÐPLASTPLÖTUR
10mm
12mm

OPNIR SKIPTIKLEFAR FYRIR SUNDLAUGAR

Notadrjúgt og notendavænt

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

HARÐPLASTPLÖTUR
10mm
12mm

Við bjóðum mikið úrval sveigjanlegra innréttinga fyrir starfsmannaaðstöðu af ólíkum toga.

ALSANIT-skápar fyrir starfsfólk eru fyrst og fremst ætlaðir til að geyma fatnað. Harðgerð hönnun, bestu smíðaefni sem völ er á og fínstilltar tæknilausnir einkenna innréttingarnar okkar. Hægt er að skipta upp innanrými skápana fyrir hreinan og óhreinan fatnað. Aðrar innréttingar eins og hillur eða geymslukassar gera kleift að nota rýmið í búningsklefanum á sem bestan hátt.

Við bjóðum fyrsta flokks lausnir. Hægt er að búa skápana okkar með rafstýrðum læsingum sem eru opnaðar með sérstökum kortum. Við bjóðum einnig upp á læsingar með kóðum sem koma sér afar vel í matvælaframleiðslu eða þar sem starfsfólki er bannað að bera hluti á sér. Sér í lagi málmhlutir.

Innréttingarnar okkar má einnig nota með skápum fyrir ólíkar gerðir fatnaðar, þ.m.t. skófatnað. Við getum breytt skápunum eftir ítarlegum fyrirmælum viðskiptavina og reglugerðum um hollustuhætti til að þeir uppfylli kröfur tiltekinna notenda, eins og slökkviliðsmanna.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.