Algengar spurningar

Spurningar um skápa

Við hvað miðast verð á baðherbergisskápum?

A: Verð á skápum fer eftir völdu smíðaefni, festingum og stærðarhlutföllum. Við móttöku fylgiskjala uppsetningarinnar og mál hönnunar veggsamsetninga og forskrifta samsetningarinnar og gerð platnanna undirbýr söludeildin ítarleg tilboð.

Er hægt að tilgreina verð á salernisklefum á fermetra?

A: Nei, vegna þess að verð á fermetra er mjög ónákvæmt og gæti annaðhvort valdið miklu ofmati eða vanmati á verði. Við hefjumst handa við tilboðsgerðina eftir að við höfum fengið verkteikningu og stærðarhlutföll rýmisins, eða yfirleitt næsta dag.

Hvaða smíðaefni ætti ég að velja fyrir klefana?

A: Slíkt fer eftir aðstæðum í rýminu. Við mælum með melamínplötum fyrir „þurr“ herbergi. Við mælum með samsettum einingum úr HPL-harðplasti fyrir rými með miklum raka.

Er sendingarkostnaður innifalinn í verði?

A: Sendingarkostnaður er ávallt tilgreindur sér, aðskilinn frá vöruverðinu. Við gerum ráð fyrir því að í tilteknum tilvikum vilji viðskiptavinir sjá um sendinguna sjálfir.

Er uppsetning innifalin í verði?

A: Uppsetningarkostnaður er ávallt tilgreindur sér, aðskilinn frá vöruverðinu. Við gerum ráð fyrir því að viðskiptavinurinn vilji sjá um uppsetninguna.

Bjóðið þið upp á leiðbeiningar um uppsetningu?

A: Já, leiðbeiningar um uppsetningu fylgja með vörunum. Einnig er hægt að hlaða leiðbeiningunum niður á vefsvæði ALSANIT.

Eru skáparnir tilbúnir til afhendingar strax?

A: Við framleiðum sérsniðna baðherbergisskápa sem krefjast biðar eftir framleiðslu.

Hver er biðtíminn eftir framleiðslunni?

A: Sjálfgefinn biðtími eftir framleiðslu klefa er 8-10 vikur. Hins vegar getur sá tími orðið lengri á háannatímum, sér í lagi í júlí og ágúst.

Nægja málin sem koma fram í fylgiskjölunum til að framleiða skápana?

A: Mæla verður rýmin á staðnum til að hægt sé að framleiða klefana, eftir að síðasta yfirlag hefur verið sett á veggina.

Hafið þið fengið áskilin samþykki?

A: ALSANIT er eitt af fáum fyrirtækjum í iðnaðinum sem hlotið hafa CE-vottun eða samþykki fyrir markaðssetningu klefa innan ESB. Hægt er að nálgast öll áskilin samþykki og vottorð á vefsvæði ALSANIT.

Hvernig panta ég?

A: Kaupandi getur eingöngu fengið tilboð með því að leggja fram skriflega pöntun. Tölvupóstur telst vera skrifleg pöntun. ALSANIT sendir ávallt staðfestingu um að pöntunin hafi verið móttekin.

Hvernig fer afhending fram?

A: Verð miðast við afhendingu á lager BYKO í Kjalarvogi. Mögulegt er að fá vöruna keyrða á verkstað gegn gjaldi.

Hafðu samband við okkur símleiðis eða með tölvupósti til að fá frekari upplýsingar.

Spurningar um skápa

Við hvað miðast verð skápanna?

A: Verð skápa fer eftir völdu smíðaefni, búnaði og stærðarhlutföllum. Hins vegar býður vöruúrval okkar upp á fjölmarga valkosti í öllum verðflokkum.

Eru skápalæsingar innifaldar í verðinu?

A: Fjölmargar gerðir læsinga eru í boði og því eru læsingarnar yfirleitt seldar sér.

Eru fylgihlutir skápanna innifaldir í verðinu?

A: Ítarlegur listi yfir fylgihluti kemur fram í tilboðinu. Hins vegar koma yfirleitt eingöngu grunneiningar fram á listanum. Fjölmargir valkostir eru í boði og því velur viðskiptavinurinn innanrými skápsins eftir þörfum.

Hvaða smíðaefni ætti ég að velja fyrir skápana?

A: Við mælum með skápum úr HPL-harðplasti ef þörf er á mjög slitsterkum skápum sem verða notaðir í miklum raka. Skápar úr melamíni henta mjög vel í þurrum herbergjum. Skápar með málmgrindum henta viðskiptavini sem hyggja á stærri verk eða gera ráð fyrir því að breyta búningsklefum í framtíðinni.

Er sendingarkostnaður innifalinn í verði?

A: Sendingarkostnaður er ávallt tilgreindur sér, aðskilinn frá vöruverðinu. Við gerum ráð fyrir því að í tilteknum tilvikum vilji viðskiptavinir sjá um sendinguna sjálfir.

Er uppsetning innifalin í verði?

A: Skáparnir eru afhentir samsettir og viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að koma þeim fyrir á notkunarstað. Hann þarf að sjá til þess að þeir séu stöðugir og koma fyrir lásum. Uppsetningar- og jöfnunarkostnaður innheimtur af ALSANIT er ávallt tilgreindur sérstaklega, aðskiliðnn frá vöruverðinu. Við gerum ráð fyrir því að í tilteknum tilvikum vilji viðskiptavinir sjá um uppsetninguna sjálfir.

Eru skáparnir strax tilbúnir til afhendingar?

A: Skápar með málmgrindum kunna að vera tilbúnir til afhendingar, háð búnaði þeirra, en ávallt verður að semja um slíkt við söludeild okkar. Skápar úr HPL-harðplasti og melamíni eru framleiddir samkvæmt forskriftum hverju sinni.

Hvað þarf að bíða lengi eftir afhendingu?

A: Afhendingartími er yfirleitt eftir um 8-10 vikur. Afgreiðslutíminn fer eftir stærð verksins, búnaði skápanna, sérstökum kröfum hverju sinni. Afgreiðslutími hvers verks fyrir sig er ávallt tilgreindur í tilboðinu.

Eru tilgreind stærðarhlutföll í fylgiskjölunum fullnægjandi til framleiðslu?

A: Slíkt kann að vera fullnægjandi, háð forskriftinni og uppsetningu rýmisins á fylgiskjölunum. Hins vegar ef t.d. þarf að koma skápunum fyrir í innskoti eru mál rýmisins á staðnum nauðsynleg til framleiðslu - eftir að lokið er við að bera á síðasta lag veggsins.

Hafið þið fengið áskilin samþykki?

A: Hægt er að nálgast öll áskilin samþykki og vottorð á vefsvæði ALSANIT.

Hvernig panta ég?

A: Kaupandi getur eingöngu fengið tilboð með því að leggja fram skriflega pöntun. Tölvupóstur telst vera skrifleg pöntun. ALSANIT sendir ávallt staðfestingu um að pöntunin hafi verið móttekin.

 

Hafðu samband við okkur símleiðis eða með tölvupósti til að fá frekari upplýsingar.

 
 

 

 

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ

 

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.