UM ALSANIT

ALSANIT, við sköpum rými

Við framleiðum innréttingar og fylgihluti fyrir rými af ýmsum toga. Við sérhæfum okkur í innréttingum fyrir salerni. Markmið okkar er að vera stöðugt í þróun í samræmi við þarfir viðskiptavina okkar. Við lögum samsetningar okkar að þörfum notandans. Við framkvæmum skoðanir, prófanir og athuganir. Hjá okkur vinnur skapandi og opið fólk sem er heillað af starfi sínu. Okkar markmið er að eiga skilvirka samvinnu við viðskiptavini okkar.

Gildin okkar:

• hæfni – við aðstoðum viðskiptavini okkar á grundvelli þekkingar og reynslu okkar af fjölda verkefna. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu.

• skapandi hugsun – kemur fram í einstaklingsbundinni nálgun við útfærslu verkefna fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Markmið okkar er að svara öllum spurningum á sem bestan máta. Skapandi hugsun er grunnurinn að því að skapa nýja vörulínu og fylgihluti.

• pantanir – Hátt þjónustustig og fyrsta flokks skipulag framleiðsluferlisins gerir ALSANIT kleift að viðhalda nauðsynlegum staðli. Við viljum vera framarlega á markaðnum og slíkt krefst tímaneika og skilvirkni við úrvinnslu pantana.

• samstarf – við reiðum okkur á gott samstarf, bæði á meðal starfsfólksins og utan fyrirtækisins, við birgja og viðskiptavini okkar. Við leggjum áherslu á að aðstoða viðskiptavini allt frá hönnunarstigi til loka framkvæmda. Við sýnum viðskiptavinum okkar þakklæti með því að bjóða þeim samstarfsáætlanir.

• áreiðanleiki – mætti skilgreina sem stundvísi, mikil gæði afhentra vara og mjög góð samskipti við viðskiptavini. Slík eru mikilvægustu gildin sem við fylgjum í pantanaferli og samstarfi okkar. Áreiðanleiki tryggir ánægju viðskiptavina, bæði hvað vörurnar og þjónustuna varðar.

ALSANIT, ÖFLUGT EVRÓPSKT VÖRUMERKI

MARKMIÐ ALSANIT

Okkar markmið er að vörur okkar séu endingargóðar, af miklum gæðum, notendavænar og vel hannaðar. Innréttingar okkar mæta þörfum viðskiptavina í ólíkum iðnaði og á ólíkum mörkuðum.

Markmið okkar er að framleiða fyrsta flokks innréttingar fyrir salerni og búningsklefa, sér í lagi salernisklefa og fataskápa

 

 

STEFNA ALSANIT

Markmið okkar er ekki aðeins að auka hróður ALSANIT-vörumerksins heldur einnig að vörumerkið sé samnefnari fyrsta flokks vara. Við ætlum að vera í fararbroddi við að skapa strauma og stefnur og búa til rými í nýbyggingum um allan heim.

Við stefnum að því að vera fyrirtæki sem viðskiptavinir mæla með af fullvissu til að innrétta rými um allan heim.

 

Viðurkenndir birgjar

FSC-vottorð

Skógarnytjaráðið (FSC) er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Markmið stofnunarinnar er að ganga úr skugga um að öll birgðarkeðja timburiðnaðarins uppfylli strangar kröfur um umhverfisvernd, jafnræði vinnufólks og ábyrga notkun skógartilfanga.

Þökk sé slíku neðansæknu frumkvæði njóta skógarnir verndar og hægt er að breyta timburiðnaðinum sem tengist oftar en ekki neikvæðum umhverfisáhrifum eða stundum ofnýtingu, á þann hátt sem tryggir varðveislu skógartilfanga og einstakra vistkerfa. Styrkleiki FSC er að vottorð er einungis gefið út ef allar einingar birgðarkeðjunnar uppfylla skilyrðin um ströngustu umhverfisstaðla.

FSC mini

ALSANIT kaupir einungis timbur af birgjum með FSV-vottorð.

PEFC

PEFC-vottorð

Tilgangur áætlunar um viðurkenningu á skógavottunarkerfinu (PEFC) er að stuðla að sjálfbærri skógarstjórnun. PEFC er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og notast er við lausnir og vottunarkerfi hennar í fleiri en 39 löndum. PEFC reiðir sig á óháða sérfræðinga sem veita ríkisstofnunum ráðgjöf varðandi skógarstjórnun og timburframleiðslu. Markmið PEFC er að búa til skógarstjórnunarkerfi sem tryggir varðveislu skóga fyrir næstu kynslóðir.

 

PEFC MINI

ALSANIT kaupir melamínplötur og HPL-harðplastplötur af birgjum sem hlotið hafa PEFC-vottun.

PEFC

EFTIRFARANDI AÐILAR MÆLA MEÐ OKKUR:

GREEN CORNER SKANSKA

„Við völdum Alsanit vegna þess að fyrirtækið gerði okkur gott tilboð. Vörurnar voru framleiddar, afhentar og settar saman á réttum tíma og á réttan hátt“

að sögn Wojciech Sokalskis verkstjóra

ALEJA Bielany-verslunarmiðstöðin

„Eftir reynsluna af þessu verkefni getum við hiklaust mælt með fyrirtækinu við aðra verktaka og verkkaupa sem ætla að ljúka við svipuð verkefni“

að sögn Arturs Szarwiłos tæknistjóra

VOLKSWAGEN-VERKSMIÐJA

„Þrátt fyrir þröngan tímaramma var lokið við uppsetninguna í tíma og á fullnægjandi hátt. Við mælum eindregið með ALSANIT sem samtarfsaðila“

að sögn Bogusławs Rudzińskis, stjórnarformanns hjá BPBP

FALCON ARENA

„ALSANIT er traustur og áreiðanlegur samstarfsaðili með víðtæka þekkingu á byggingariðnaðinum, hæft starfsfólk og fullnægjandi tæknigetu til að sinna verkefnum sem fyrirtækinu eru falin. Allar framkvæmdir voru unnar á skilvirkan hátt og af mikilli kostgæfni“

að sögn Lukas Radivilavicus framkvæmdarstjóra nSoft

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SKRIFSTOFU FORSETA LÝÐVELDISINS PÓLLANDS

„Sala og afhending skápanna var áreiðanleg og á réttum tíma og fyrirtækið vann störf sín vel og vandlega.“

Krzysztof Wojdak, yfirmaður þjónustumiðstöðvar skrifstofu forseta lýðveldisins Póllands

TÆKNIHÁSKÓLINN Í BIAŁYSTOK

„Okkur finnst ALSANIT hafa sýnt afar mikla fagmennsku sem traustur samstarfsaðili og fyrirtækið á hrós skilið fyrir úrvalsvörur og þjónustu“

að sögn Mariusz Szymańskis verkefnastjóra W. AWRUK

Rannsóknir og þróun

VIÐ ÞRÓUM VÖRUR OKKAR FYRIR VIÐSKIPTAVININA

Í yfir áratug höfum við framleitt innréttingar fyrir salerni. Við höfum afgreitt fjölbreyttar pantanir frá viðskiptavinum okkar og gerum okkur grein fyrir mikilvægi stöðugrar tækniþróunar. Við reiðum okkur á eigin lausnir til að tryggja fyrsta flokks gæði uppsettra samsetninga:

- við framleiðum mikið úrval af skápafestingum,
- við notum eigin mót við að pressa álprófílana sem við hönnum..

Við erum fyrsta pólska fyrirtækið sem hóf framleiðslu á klefum úr 18 mm þykkum spónaplötum. Nýstárleg aðferð og innrömmun allra brúna með sérsmíðuðum prófílum gerði okkur kleift að smíða vöru sem er ótrúlega endingargóð og fáanleg á hægstæðu verði.

Við rekum eigið vöruhús og höfum mesta úrval smíðaefna og áferðar á markaðinum. Við þróum og betrumbætum vörur okkar. Við fylgjumst með nýjustu straumum og stefnum og breytum útliti vara okkar til að hönnun þeirra falli að áferð rýmis af hvaða toga sem er.

 

RANNSÓKNIR ERU FORSENDA NÝSKÖPUNAR

Hönnunin tekur mið af áskildu endingarþoli.

Við framkvæmum reglulega eigin gæða- og styrktarprófanir á íhlutum, m.a. á lömum, læsingum og stoðum. Áður en lamirnar eru notaðar við framleiðslu verða þær að standast prófanir sem fela í sér 200.000 opnanir og lokanir. Þessi fjöldi opnana og lokana samsvarar hnökralausri notkun í a.m.k. fimm ár.

Þannig getum við tryggt að vöruábyrgð okkar hvíli á traustum grunni. Innri prófanir og gæðastjórnun eru mikilvægir staðlar hjá fyrirtækinu okkar.

EINKALEYFI OG VOTTANIR

Vörur okkar hafa hlotið ESB-matsvottorð um tæknigögn og CE-vottorð frá Instytut Techniki Budowlanej og aðrar áskildar viðurkenningar.

Fjölmargar lausnir frá okkur, þar á meðal öryggiskerfið „ÖRUGGIR FINGUR“, ýmsir prófílar sem eru notaðir til framleiðslu á skápum og festingum eru einkaleyfavarðar eða eru skráð hönnun.

Myndskeið um okkur

Myndskeið um okkur

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ OG SJÁÐU HVAÐ VIÐ HÖFUM UPP Á AÐ BJÓÐA

VIÐ HÖFUM TRÖLLATRÚ Á TÆKNI

VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á VÖRUÞRÓUN OG FJÁRFESTINGAR

Við höldum áfram að fjárfesta í þróun nýrrar tækni og véla. Við veljum aðeins bestu birgjana og kaupum allar plötuvinnsluvélar okkar af FELDER. Fyrsta flokks verksmiðjurými eykur rekstrarskilvirkni ALSANIT til muna og gerir fyrirtækinu kleift að uppfylla ströngustu kröfur.

Í dag eigum við:
- þrjár úrvinnslustöðvar fyrir HPL-harðplast og melamín,
- tvær sjálfvirkar borðsagir og bandsög,
- krana til að ferma og afferma plötur af vörubrettum á öruggan hátt,
- tvær sjálfvirkar bandsagir í beinni línu,
- tvo rennibekki og CNC-málmskurðarvél með fræsara til að framleiða málmfestingar.

Allar vélar sem við eigum einkennast af eftirfarandi:

- stóru vinnusvæði,
- unnið er á x-, y-, z-ás,
- allt að 0,01 mm nákvæmni.

Fullkominn tækjabúnaður verksmiðju okkar gerir okkur kleift að framleiða vörur í miklum gæðum. Markmið okkar er að ALSANIT-vörurnar uppfylli þarfir markaðarins og kröfur notenda.

VIÐ FÍNSTILLUM ÖLL FERLI

Við leggjum áherslu á stuttan afhendingartíma. Við styttum afhendingartímann með ströngu eftirliti með rekstrinum og fjarlægjum ónauðsynlega virkni. Alls staðar þar sem slíku hefur verið við komið hefur handvirkum ferlum hefur verið skipt út fyrir sjálfvirk vélarferli.

Við erum einnig eitt af fáum fyrirtækjum í iðnaðinum sem halda úti stórum lager af tilföngum, þar á meðal: HPL-harðplastplötum, melamínplötum og álprófílum. Við eigum ávallt áskilin tilföng á lager og afgreiðum pantanir verkáætlanna hverju sinni með kerfinu ALLTAF Á RÉTTUM TÍMA.

Við leggjum áherslu á sterk samskipti og mikla fagmennsku og því höfum við fengið hrós frá hönnuðum og arkítektum sem þurftu á samstarfsaðila að halda til að koma sérsniðnum lausnum í verk.

FRAMTÍÐIN ER KOMIN

Á 21. öld er ekki nóg að eiga háþróaðan framleiðslubúnað eða starfsfólk með mikla reynslu. Gagnkvæm tengsl og samskipti eru einnig lykillinn að því að ná forskoti á markaðnum. Einstakur eiginleiki ALSANIT er notkun á nettengdum lausnum. Slíkt þýðir að þegar vinnslu er lokið hafa margir starfsmenn skoðað upplýsingarnar sem sparar bæði tíma og kemur í veg fyrir villur.

Allar vélar okkar og vinnustöðvar eru tengdar við tölvuupplýsingakerfi þar sem kjarnaeiningin er verkfæri til að skapa fylgiskjöl við framleiðslu.

Við leggjum einnig áherslu á að tengja viðskiptavini okkar við kerfið til að hraða svörunartíma og auka ánægju þeirra.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.