Baðherbergisklefar

ALSANIT — mikil reynsla af ólíkum verkum

Við höfum yfirgripsmikla reynslu af salernisklefum og þekkingu á hvernig skal uppfylla þarfir viðskiptavina okkar.

Fyrirtækið býður m.a. upp á salernisklefa úr endingargóðum og slitsterkum smíðaefnum: Melamínplötum (MFC-plötum), harðplastplötum (HPL), þjöppuðum plötum ásamt fyrsta flokks festingum úr áli eða stáli. Samsetningar salernisklefa uppfylla byggingarreglugerðir. Klefarnir sjá notendum einnig fyrir þægindum og fullnægjandi næði við notkun almenningssalerna.

Við byggjum á áralangri reynslu okkar og skiptum baðherbergisklefum og salernisklefum niður í samsetningar fyrir ólíka notkun með ólíkum festingum. Viðskiptavinurinn velur svo salernisveggi úr HPL-harðplasti, melamíni eða öðru smíðaefni. ALSANIT hannar og framleiðir þar að auki allar festingar fyrir vörur sínar í verksmiðju fyrirtækisins.

Við höfum notað breitt úrval af smíðaefnum og byggjum á mikilli reynslu okkar til að framleiða ALSANIT-salernisklefa fyrir þúsundir viðskiptavina af ólíkum toga, m.a.: skóla, hótel, skrifstofur, líkamsræktarstöðvar og vinnustaði.

Framleiðsla baðherbergisklefa í miklum gæðum

Veggsamsetningar okkar fengu CE-vottorð.,Þar af leiðandi eru þær samþykktar til notkunar í byggingariðnaði í Evrópusambandinu. Afhending baðherbergisklefa fer ekki fram með alþjóðlegum flutningafyrirtækjum. Klefarnir eru sendir beint frá verksmiðjunni heim að dyrum. Við flutningana eru vörurnar kirfilega festar og merktar til að koma í veg fyrir skemmdir.

Baðherbergisklefarnir eru afhentir í umbeðnum stærðum samkvæmt kröfum verkefnisins sem um ræðir og eru sérsniðnir að kröfum verkkaupa og þörfum notenda. Við veljum bestu og árangursríkustu lausnirnar sem uppfylla bæði staðbundnar og alþjóðlegar kröfur. Salernisklefar eru ávallt sérsmíðaðir til að þeir passi fullkomlega við mál rýmsins. Hægt er að fá salernisskilrúm afhent í útfærslum sem viðskiptavinurinn setur upp sjálfur eftir leiðbeiningum frá ALSANIT eða hægt er að kalla til viðurkenndan aðila til að sjá um uppsetninguna.

Óháð því hvaða útfærsla er valin einkennast allir salernisklefar frá ALSANIT af nákvæmni við framleiðslu og fyrsta flokks gæðum á hagstæðu verði.0

Verkefnastjórnun á ári

0

Fjöldi hurða sem sem við framleiðum á mánuði

0

Lönd þar sem vörurnar okkar eru seldar

0

ALSANIT starfsfólk

Solari

SOLARI-baðherbergisklefarnir sameina langan endingartíma, fallega áferð festinga úr áli-pólýamíði og afar hagstætt verð. Þetta er vinsæl samsetning salernisklefa vegna fjölbreyttra tækifæra við notkun og eru úr melamínplötum, HPL-harðplastplötum eða pressuðum plötum. Veggfestir klefar einkennast af látlausri hönnun, fyrsta flokks handbragði og miklu litaúrvali.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

LPW HPL SANDWICH
18mm 10mm 36mm
28mm 12mm  

Persei

ALSANIT hannar og framleiðir festingar fyrir PERSEI-salernisklefana sem gefa þeim fyrst og fremst fágað útlit. Burstað, ryðfrítt stál gefur fágað útlit og er helsta einkenni PERSEI-salernisklefanna. Klefarnir einkennast einnig af látlausri áferð veggjanna, af breiðu litaúrvali og að klefinn nái frá gólfi upp í loft til að nýta alla hæð rýmisins.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

LPW HPL SANDWICH
18mm 10mm 36mm
28mm 12mm 40mm

Aquari

Ný hönnun salernisklefa er staðreynd og kemur bersýnilega í ljós í AQUARI-salernisklefunum. Þeir eru búnir öryggiskerfi fyrir litla fingur og hafa sígildan, fágaðan stíl og einfaldar línur. Einstakir eiginleikar klefanna eru m.a. álfestingar, viðhaldsfrí notkun og vörn gegn skemmdarverkum.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HARÐPLASTPLÖTL PRESSUÐ PLATA
18mm 10mm       -
   - 12mm       -

Lift

Hönnun salernisklefanna er létt og látlaus. LIFT-klefarnir eru veggfestir og því virðast þeir svífa í lausu lofti. Fullkomin lausn fyrir óhefðbundin rými. Einstök hönnun og hágæða handverk. Einnig er hægt að setja valfrjálsa grafík á veggina.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTU HARÐPLASTPLÖTUR PRESSUÐ PLATA
   - 10mm 36mm
28mm 12mm 40mm

Vængjahurðir

Háþróaðar samsetningar baðherbergisklefa fyrir þau yngstu. Einkaleyfisvarið öryggiskerfi ver fingur og engin hætta er á að litlir fingur barnanna klemmist á milli hurðarspjaldsins og hurðarkarmsins. Þetta er fullkomin lausn fyrir leikskóla, skóla og aðrar stofnanir þar sem börn eru að leik.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HARÐPLASTPLÖTUR PRESSUÐ PLATA
18mm 10mm       -
   - 12mm       -

Háar súlur

Ný lausn fyrir baðherbergisklefa, eða öryggikerfið „ÖRUGGIR FINGUR“, fæst nú einnig fyrir gerðir klefa með háum súlum. Hurðir lágra samsetninga eru festar við súlur og má raða á ólíkan hátt. Slíkar samsetningar eru afar stöðugar og þar af leiðandi mjög öruggar. Hægt er að panta hurðir baðherbergisklefa í glaðlegum litum sem yngstu börnunum líkar við.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HARÐPLASTPLÖTUR PRESSUÐ PLATA
18mm 10mm       -
   - 12mm       -

SKILRÚM Á MILLI ÞVAGSKÁLA

Skilrúm á milli þvagskála henta vel á öll salerni fyrir karlmenn. Skilrúm okkar fyrir þvagskálar eru veggfest. Horn samsetninga úr HPL-harðplasti eru rúnnuð en í samsetningunum lögðum spónaplötum eru hornin með 90 gráðna skábrúnum.

Mögulegar plötuþykktir fyrir hverja gerð

MELAMÍNPLÖTUR HPL HARÐPLASTPLÖTUR
18mm 10mm     -
28mm 12mm     -

Hönnun og framleiðsla samsetninganna verður að taka mið af gildandi stöðlum, kröfum og reglugerðum á hverjum stað (salernisklefar fyrir skóla, leikskóla, vinnustaði, líkamsræktarstöðvar o.s.frv.). ALSANIT uppfyllir bæði þarfir og kröfur viðskiptavina varðandi baðherbergis- og salernisrými. Hönnun baðherbergisklefa okkar tekur mið af byggingarreglugerðum til að þeir uppfylli gildandi staðla, séu hagnýtir í notkun og hafi rétt útlit.

Hvaða smíðaefni hentar best fyrir baðherbergisklefa?

ALSANIT hannar baðherbergisklefa úr endingargóðum smíðaefnum. Slík efni eru afar slitþolin, eru auðveld í þrifum og upplitast síður.

ALSANIT framleiðir salernisklefa úr ýmiss skonar smíðaefnum, þar á meðal: HPL-harðplastplötum, melamínplötum, pressuðum plötum og jafnvel gleri.

 • HPL-harðplastplötur - veggsamsetningar úr pressuðum spónaplötum eða HPL-harðplastplötum eru úr sellulósatrefjum sem eru vættar í resíni og veita því mikið viðnám. Plöturnar eru mótaðar undir miklum þrýstingi og því eru baðherbergisklefar úr HPL-harðplasti afar slitþolnir. Þar að auki er notuð sótthreinsandi tækni við framleiðslu salernisklefa úr HPL-harðplastplötum. Slík tækni kemur í veg fyrir uppsöfnun á bakteríum og örverum.
 • Melamínplötur - melamínplötur úr afgangsviði eru afar slitsterkar. Þær eru mótaðar við mikinn hita og þrýsting með bindiefnum. Baðherbergisklefarnir eru settir saman úr melamínplötum og hægt er að fá veggsamsetningarnar og hurðirnar í fjölbreyttu mynstri. Melamínplötur eru hagkvæmar í framleiðslu og nota má baðherbergisklefa úr slíkum plötum til að skapa fágaða en kostnaðarhagkvæma innanhúshönnun.
 • Pressaðar plötur – plötur pressaðar saman í mörgum lögum. Við bjóðum tvær gerðir af pressuðum plötum. Fyrsta gerðin er 4 mm þykk HPL-harðplastplata og kjarninn er úr pólýúretanfrauði. Grindin er síðan sett saman úr álprófílum — þessi lausn er afar endingargóð og að öllu leyti vatnsheld. Seinni gerðin er 0,8 mm þykk HPL-harðplastplata og kjarninn er úr viðarspæni. Brúnirnar eru síðan úr gegnheilu beyki — þessi lausn er afar fáguð og hefur fallegt útlit. Plötusamskeytin sjást nánast ekkert þar sem prófílarnir hylja þau.
 • Gler– við framleiðum einnig klefa úr hertu gleri í tveimur lögum. Slíka klefa má spónleggja í nánast hvaða RAL-lit sem er. Glerklefar eru vatnsheldir og eru af miklum gæðum.

Við framleiðslu salernisklefa fylgir ALSANIT gildandi byggingarreglugerð og lagar einnig útlit klefanna að viðkomandi rými. Við notum áferðarfallegar og hagnýtar stál- eða álfestingar sem við framleiðum í verksmiðjunni okkar. Hæð salernisklefa tryggir hámarksþægindi og næði á meðan notkun stendur.

Stærðir salernisklefa

Almenningssalerni fyrir skóla, leikskóla, aðrar mennta- og menningarstofnanir, íþróttaðstöðu, líkamsræktarstöðvar, hótel, skrifstofur, heilsugæslur, verslunarmiðstöðvar eða fyrirtæki verða að uppfylla tilteknar kröfur. Slíkar kröfur koma fram í reglugerð ráðuneytisins frá 12. apríl 2020, sér í lagi varðandi tæknileg skilyrði sem byggingar og staðsetningar þeirra skulu uppfylla. Við vinnum samkvæmt byggingarreglugerð og margra ára reynslu okkar og hönnum baðherbergisklefa sem uppfylla gildandi kröfur og passa við viðkomandi rými. Hins vegar hefur viðskiptavinurinn alltaf kost á því að breyta hönnuninni og stærðarhlutföllunum.

Klefarnir eru sérsmíðaðir eftir máli rýmisins, staðsetningu og tilætlaðri notkun (t.d. eru ólíkir klefar notaðir á leikskólum og heilsugæslustöðvum

Þar af leiðandi skiptum við innréttingum okkar niður samkvæmt gerðum salernisklefanna og tilætlaðri notkun þeirra. Hönnun okkar miðast ekki eingöngu við gildandi tilskipanir og reglugerðir um hollustuhætti á vinnustöðum. Samsetningar okkar eru viðurkenndar og CE-vottaðar. Þar af leiðandi má nota salernisklefana frá okkur í öllum löndum innan Evrópusambandsins.

Ýmsar samsetningar salernisklefa frá ALSANIT

ALSANIT framleiðir ýmsar fyrsta flokks samsetningar salernisklefa en munurinn á þeim felst aðallega í festingunum og tilætlaðri notkun. ALSANIT framleiðir baðherbergisklefa í eftirfarandi samsetningum:

 • SOLARI,
 • PERSEI,
 • AQUARI,
 • VITRAL,
 • GEMINI,
 • ERIDANI,
 • SWING,
 • HÁAR SÚLUR.

Tilteknar samsetningar salernisklefa, eins og samsetningar ALTUS-salernisklefa, ná frá gólfi upp í loft.

Önnur útfærsla eru LIFT-salernisklefarnir sem virðast svífa í lausu lofti. Þessi áhrif nást með því að fella inn fót klefans og draga festinguna inn í innréttinguna. Hægt er að fela samskeyti með því að fella C-prófíl inn í 28 mm eða þykkari klefaplötur.

Mælingar á salernisklefum áður en framleiðsla hefst

Áður en framleiðsla hefst er nauðsynlegt að heimsækja staðinn og mæla nákvæmlega fyrir salernisveggjunum.

Starfsfólk ALSANIT getur mælt fyrir innréttingunum en yfirleitt sér viðskiptavinurinn um slíkt. Mikilvægt er að mælingarnar fari fram eftir að öllum öðrum frágangi er lokið.

Hafðu í huga að samkvæmt gildandi reglugerð skulu klefar almenningssalerna vera a.m.k. 1,5 metrar á lengd og 1 metri á breidd. Þar að auki skal breyta a.m.k. einum baðherbergisklefa samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra einstaklinga í opinberum byggingum.

Uppsetning á salernisklefum

Viðskiptavinurinn setur upp klefana samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum. Einnig getur ALSANIT aðstoðað við uppsetninguna. Leiðbeiningarnar frá okkur eru mjög ítarlegar til að uppsetningin gangi vel fyrir sig. ALSANIT hefur uppsetningarteymi á sínum snærum og getur því veitt heildstæða þjónustu, þ.m.t. framleiðslu, afhendingu og uppsetningu á salernisklefum á staðnum.

ALSANIT hefur byggt upp sterk tengsl á síðustu árum

Við höfum margra ára reynslu, sérhæfða þekkingu og höfum smíðað hundruð ólíkra innréttinga. Við vitum hvaða íhluti skal nota í tiltekið baðherbergis- eða salernisrými sem er á hönnunar- og mælingarstigi. Þess vegna getum við aðstoðað viðskiptavini okkar og boðið þeim afar endingargóðar og skilvirkar lausnir. Salernisklefarnir okkar eru afar slitsterkir og þola vel raka. Klefarnir uppfylla hreinlætisstaðla, veggirnir eru glæsilegir og auðvelt að halda þeim hreinum frá degi til dags.

Hafðu samband við okkur til að fá bestu baðherbergisklefana fyrir rýmið þitt.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.