VIÐ HÖFUM TRÖLLATRÚ Á TÆKNI

VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á VÖRUÞRÓUN OG FJÁRFESTINGAR

Við höldum áfram að fjárfesta í þróun nýrrar tækni og véla. Við veljum aðeins bestu birgjana og kaupum allar plötuvinnsluvélar okkar af FELDER. Fyrsta flokks verksmiðjurými eykur rekstrarskilvirkni ALSANIT til muna og gerir fyrirtækinu kleift að uppfylla ströngustu kröfur.

Í dag eigum við:
- þrjár úrvinnslustöðvar fyrir HPL-harðplast og melamín,
- tvær sjálfvirkar borðsagir og bandsög,
- krana til að ferma og afferma plötur af vörubrettum á öruggan hátt,
- tvær sjálfvirkar bandsagir í beinni línu,
- tvo rennibekki og CNC-málmskurðarvél með fræsara til að framleiða málmfestingar.

Allar vélar sem við eigum einkennast af eftirfarandi:

- stóru vinnusvæði,
- unnið er á x-, y-, z-ás,
- allt að 0,01 mm nákvæmni.

Fullkominn tækjabúnaður verksmiðju okkar gerir okkur kleift að framleiða vörur í miklum gæðum. Markmið okkar er að ALSANIT-vörurnar uppfylli þarfir markaðarins og kröfur notenda.

VIÐ FÍNSTILLUM ÖLL FERLI

Við leggjum áherslu á stuttan afhendingartíma. Við styttum afhendingartímann með ströngu eftirliti með rekstrinum og fjarlægjum ónauðsynlega virkni. Alls staðar þar sem slíku hefur verið við komið hefur handvirkum ferlum hefur verið skipt út fyrir sjálfvirk vélarferli.

Við erum einnig eitt af fáum fyrirtækjum í iðnaðinum sem halda úti stórum lager af tilföngum, þar á meðal: HPL-harðplastplötum, melamínplötum og álprófílum. Við eigum ávallt áskilin tilföng á lager og afgreiðum pantanir verkáætlanna hverju sinni með kerfinu ALLTAF Á RÉTTUM TÍMA.

Við leggjum áherslu á sterk samskipti og mikla fagmennsku og því höfum við fengið hrós frá hönnuðum og arkítektum sem þurftu á samstarfsaðila að halda til að koma sérsniðnum lausnum í verk.

FRAMTÍÐIN ER KOMIN

Á 21. öld er ekki nóg að eiga háþróaðan framleiðslubúnað eða starfsfólk með mikla reynslu. Gagnkvæm tengsl og samskipti eru einnig lykillinn að því að ná forskoti á markaðnum. Einstakur eiginleiki ALSANIT er notkun á nettengdum lausnum. Slíkt þýðir að þegar vinnslu er lokið hafa margir starfsmenn skoðað upplýsingarnar sem sparar bæði tíma og kemur í veg fyrir villur.

Allar vélar okkar og vinnustöðvar eru tengdar við tölvuupplýsingakerfi þar sem kjarnaeiningin er verkfæri til að skapa fylgiskjöl við framleiðslu.

Við leggjum einnig áherslu á að tengja viðskiptavini okkar við kerfið til að hraða svörunartíma og auka ánægju þeirra.

Við notum vafrakökur til að hámarka upplifun þína. Með því að skoða vefsíðuna okkar samþykkirðu persónuverndarstefnu okkar.